top of page

Um námskeið

Gleði handavinnu þegar passar þér best 

Námskeiðin fara fram með skýrum kennslumyndböndum þar sem þú getur ýtt á pásu, spólað til baka og endurtekið alveg eins og passar þér. Á þeim tímapunkti sem passar þér best. Einnig færðu skrifaðar uppskriftir þegar það á við.

 

Þú lærir á þínum hraða og getur horft á kennslumyndböndin í gegnum tölvu, ipad eða síma.

Við bjóðum bæði upp á: 

  • Að gerast meðlimur með ótakmarkaðan aðgang að ÖLLU efni. Þ.e.a.s. öllum okkar kennslumyndböndum og skrifuðum uppskriftum. Hægt að borga mánaðarlega eða ársgjald.

  • Stök 10. vikna námskeið þar sem þú færð aðgang að því námskeiði sem þú velur sem og skrifaðri uppskrift ef að það á við það námskeið.

Með öllum námskeiðum færðu strax aðgang að handavinnusamfélagi okkar á netinu. Þar hvetjum við hvort annað áfram, fáum aðstoð ef okkur vantar svo að enginn sitji fastur í sínu verkefni ♡

bottom of page