top of page

Rókókó

Rókókóstíllinn var við lýði á árunum 1730-1790 þegar Lúðvík 15. (XV) tók við.

Tónlistarlífið var í fyrirrúmi og dansaður vals með undirspili fiðlunnar enda Mozart í hávegum hafður.

Þegar komið var fram á 18. öld var Frakkland orðið fjölmennasta ríki Evrópu. Handverk, verslun og samkvæmislíf aðalsins blómstruðu. Frönsk menning varð ríkjandi í álfunni, menntamenn annarra þjóða skildu frönsku og lásu frönsk rit.

Þetta var upplýsingaöldin þar sem staðreyndir komu í staðin fyrir trú. Almenn skóla- og herskylda. Régance 1715-1723, einkennandi fyrir fatnaðinn voru síðir og víðir kápukjólar. Fatnaðurinn varð einnig lausari og þægilegri, slóðinn og "bakpúðinn" hurfu en í staðinn var notuð grind eða krínólín. Hárkollur voru ljósar og léttar.

Lúðvík 16. (XVI) tekur við 1774-1792. Undir lok 18. aldar hafði nýklassíski stíllinn tekið alfarið við. 

Untitled design (1).png

Fatnaður kvenna

Madame de Pompadour til vinstri var mikil tískudrottning á þessum tíma en til hægri er María Antoinette sem er talin drottning tískunnar. María  er klædd samkvæmt hátískunni á síðari hluta 18. aldar. Draperingar, borðar og blúndur, pífur, dúskar.

Kjóllinn samanstóð af lífstykki, pilsgrind og undirpilsi.

Fatnaður karla

Karlatískan endurspeglaði hygmyndaauðgi og var í mildum litum, sniðlínan var keilulaga eins og hjá konum. Karlmannsjakkinn var síður, skreyttur útsaumi og hnöppum. Skór voru með sylgju.

Untitled design (2).png
st-petersburg-russia-rococo-v0-va6s4mv5ol4b1.webp

Byggingar

Rókókóstíllinn var aldrei áberandi í byggingarlistinni heldur fyrst og fremst innanhússskreytistíl þar sem þungu barokkmunstrin leystust upp í fíngerðar og sveigðar S- og C-laga línur

Sveigð og bogin form einkenndu stílinn.

Byggingin er í Pétursborg

Húsgögn

Húsgögn, veggir og loft skreytt í samskonar stíl.

Engar beinar línur í húsgögnum heldur sveigðar á nettan hátt.

Untitled design (5).png
Rococo-Slender-Morris-Ebony-In-Stitches-Soft-Furnishings-3.jpg

Munstur

Mikil skreyting og blóm í munstrum. Falleg og fáguð. 

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Mér finnst æðislegt að sjá vörurnar frá Tiny Viking í notkun og þína útgáfu af uppskriftunum mínum ♡ Endilega merktu #tinyviking @tiny_viking_ við myndina þína

  • Facebook
  • Instagram

VERUM Í SAMBANDI

Skráðu þig á póstlistann

Tiny_Viking_Logos-2-black.png

© 2017-2025, Tiny Viking, All Rights Reserved

bottom of page