top of page

Nýklassík

Nýklassíkin var á árunum 1789-1814. Franska byltingin var 1789, frelsi, jafrétti og bræðralag. Frakkland var gert að lýðveldi 1792. Áhrifin komu meðal annars fram í byggingum og fatnaði þar sem hvíti liturinn í fatnaði og byggingum var áberandi.
Léttleiki, gegnsæi og einföldun forma í stað flúrverks rókókótímans.

Nýklassíkin var tími Napóleons en hann var þekktur herforingi.

Í nýklassíkinni stunduðu listamenn eftirlíkingar.

Untitled design (8).png

Fatnaður kvenna

Laus, léttur, þægilegur og
tilgerðarlaus fatnaður einkenndi þetta tímabil. Fíngerð og látlaus efni, hreinar línur og ljósdempaðir litir.
Löng og grönn sniðlínan gerði fólk hávaxið, grannt og unglegt.

Tískudrottningin á hægri mynd, er Josephine Bonaparte, kona Napóleons.

Fatnaður karla

Sniðlínan var einnig löng og glæsileg hjá körlunum.
Karlmenn klæddust síðbuxum, hnébuxur lifðu áfram hjá hirðinni og við hátíðleg tækifæri – há stígvél og göngustafir.

Keisarastíllinn er kenndur við Napóleon en hann er hér á vinstri mynd.

Untitled design (9).png
Untitled design (7).png

Byggingar

Rómverskur sigurbogi í tíð Napóleons var tákn um sigur og vald hans yfir borginni. París var endurbyggð með breiðum og björtum strætum og torgum fyrir skrúðgöngur og hersýningar.

Húsgögn

Strangari og lögbundnari stíll í stað þæginda og ofurskreytinga fyrri tímabila, barokk og rókókó.

Stofnaðir voru listaháskólar þar sem kennd var bygginga- og húsgagnateikning.
Sérhvert húsgagn var sem sjálfstæður listmunur, ólíkt
rókókó þegar húsgögn og veggir voru mikið í stíl.

Untitled design (11).png
Untitled design (6).png

Munstur

Munsturborðar og kantar á kjólum voru skreyttir með pálma- og kransamunstri, þ.e. með grísk-rómversku ívafi, og egypsku munstrin sem komust í tísku þegar Napóleon herjaði í Egyptalandi árið 1789, voru einnig áberandi.

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Mér finnst æðislegt að sjá vörurnar frá Tiny Viking í notkun og þína útgáfu af uppskriftunum mínum ♡ Endilega merktu #tinyviking @tiny_viking_ við myndina þína

  • Facebook
  • Instagram

VERUM Í SAMBANDI

Skráðu þig á póstlistann

Tiny_Viking_Logos-2-black.png

© 2017-2025, Tiny Viking, All Rights Reserved

bottom of page