top of page
Search

Glænýtt net-prjónanámskeið!


 

Loksins er komin dagsetning á nýtt námskeið sem hefst 15. apríl!

Námskeiðið er sniðið að þeim sem kunna grunnaðferðir í prjóni en langar að læra meira.


Við ætlum að læra flóknari prjónaaðferðir með hjálp yfir 30 kennslumyndbanda, þar sem hver og einn fer á sínum hraða og þú prjónar þegar passar þér.

 

Þú lærir meðal annars:

  • Tvíbandaprjón - hér prjónum við Pardus húfuna

  • Að prjóna kaðla

  • Perluprjón

  • Tvöfalt perluprjón

  • Klukkuprjón

  • Prjóna hnappagat

  • Að prjóna tösku (með eigin vali af prjónaaðferð)

  • Að handsauma rennilás og efni í tösku (eða í saumavél ef þú hefur aðgang að)


 

Net prjónanámskeið fyrir byrjendur


Við bjóðum líka upp á net námskeið sem er sniðið að byrjendum í prjóni en þar lærum við að prjóna húfu og peysu að ofan frá og niður.

Svo ef þú kannt að prjóna en langar að læra þessar aðferðir þá er námskeiðið tilvalið fyrir þig.

Næsta Byrjenda námskeið hefst 7. apríl!

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi námskeiðin, ekki hika við að senda á mig ♡

Þú mátt líka endilega deila gleðinni með þínum því það er svo gaman að prjóna!


Með bros á vör -

Tinna Laufdal



תגובות


bottom of page