Haltu nagdótinu öruggu og nálægt barninu með einstöku sílikon nagböndunum okkar. Mjúka sílikon fílinn má taka af, þá er hægt að nota bandið sem snudduband. Nagböndin hafa nútímalega hönnun og fást í mörgum litum. Hvaða litur er þinn uppáhalds?
Haltu nagdótinu öruggu og nálægt barninu með einstöku sílikon nagböndunum okkar. Mjúka sílikon fílinn má taka af, þá er hægt að nota bandið sem snudduband. Nagböndin hafa nútímalega hönnun og fást í mörgum litum. Hvaða litur er þinn uppáhalds?
Rókókó
Rókókóstíllinn var við lýði á árunum 1730-1790 þegar Lúðvík 15. (XV) tók við.
Tónlistarlífið var í fyrirrúmi og dansaður vals með undirspili fiðlunnar enda Mozart í hávegum hafður.
Þegar komið var fram á 18. öld var Frakkland orðið fjölmennasta ríki Evrópu. Handverk, verslun og samkvæmislíf aðalsins blómstruðu. Frönsk menning varð ríkjandi í álfunni, menntamenn annarra þjóða skildu frönsku og lásu frönsk rit.
Þetta var upplýsingaöldin þar sem staðreyndir komu í staðin fyrir trú. Almenn skóla- og herskylda. Régance 1715-1723, einkennandi fyrir fatnaðinn voru síðir og víðir kápukjólar. Fatnaðurinn varð einnig lausari og þægilegri, slóðinn og "bakpúðinn" hurfu en í staðinn var notuð grind eða krínólín. Hárkollur voru ljósar og léttar.
Lúðvík 16. (XVI) tekur við 1774-1792. Undir lok 18. aldar hafði nýklassíski stíllinn tekið alfarið við.

Fatnaður kvenna
Madame de Pompadour til vinstri var mikil tískudrottning á þessum tíma en til hægri er María Antoinette sem er talin drottning tískunnar. María er klædd samkvæmt hátískunni á síðari hluta 18. aldar. Draperingar, borðar og blúndur, pífur, dúskar.
Kjóllinn samanstóð af lífstykki, pilsgrind og undirpilsi.
Fatnaður karla
Karlatískan endurspeglaði hygmyndaauðgi og var í mildum litum, sniðlínan var keilulaga eins og hjá konum. Karlmannsjakkinn var síður, skreyttur útsaumi og hnöppum. Skór voru með sylgju.


Byggingar
Rókókóstíllinn var aldrei áberandi í byggingarlistinni heldur fyrst og fremst innanhússskreytistíl þar sem þungu barokkmunstrin leystust upp í fíngerðar og sveigðar S- og C-laga línur
Sveigð og bogin form einkenndu stílinn.
Byggingin er í Pétursborg
Húsgögn
Húsgögn, veggir og loft skreytt í samskonar stíl.
Engar beinar línur í húsgögnum heldur sveigðar á nettan hátt.


Munstur
Mikil skreyting og blóm í munstrum. Falleg og fáguð.