top of page
IMG_7451_edited.jpg

Lærðu að prjóna og sauma á netinu!

Net námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Make your own fashion

SKÖPUN | ENDURNÝTING

Net námskeið

Að læra á netinu þýðir að þú lærir á þínum hraða. Á þeim tíma sem passar þér best, jafnvel heima í kósý. Þú lærir með hjálp Textílkennara

Kennslumyndbönd

Þér er leiðbeint skref fyrir skref.

Í myndböndunum er verkefnið búið til frá A-Ö. Þú ýtir á play, pásu, spólar til baka, allt eins og passar þér

Þú verður partur af handavinnusamfélaginu okkar sem er fullt af öðrum snillingum sem deila gleðinni yfir því að gera handavinnu

Samfélag

Næstu námskeið & uppskriftir

Láttu þér hlakka til haustsins! Prjónuð og/eða saumuð verkefni með sýnikennslu ♡

20201026_191923.jpg

Prjónanámskeið

_edited.jpg

Saumanámskeið

18051093223425451.jpg

Uppskriftir

Kennari námskeiða

Hæ, ég heiti Tinna Laufdal

Ég er stofnandi Tiny Viking og ástríðufullur talsmaður þess að finna sinn eigin stíl, búa til sín eigin föt & fylgihluti. Endurnýting er mér þar einnig ofarlega í huga. Ég hef gert handavinnu frá því að ég man eftir mér og er menntuð Textílkennari.

 

Síðustu ár hef ég hjálpað fólki eins og þér að læra að prjóna og sauma með uppskriftum, kennslumyndböndum og námskeiðum. Ég er staðráðin í að hjálpa þér að prjóna og sauma hlutina sem þú vilt búa til og klæðast.

IMG_7451_edited.jpg

Njóttu handavinnunar þegar passar þér best með net námskeiðum ♡

Svona fer þetta fram

Lærðu nýjar handavinnuaðferðir á þínum hraða og þegar passar þér best, jafnvel heima í kósý! Í netnámskeiðunum ert þú leidd/ur í gegnum verkefnin frá A-Ö.

Taktu stakt námskeið eða komdu í áskrift fyrir minni pening. Í áskrift færð þú aðgang að öllum námskeiðum og uppskriftum.

1. Veldu námskeið

2. Skráðu þig inn á þitt svæði

Þú skráir þig inn á þitt svæði þar sem þú finnur þitt staka námskeið eða öll námskeiðin sem eru í boði ef þú ert í áskrift.

3. Taktu námskeiðið þegar passar þér

​Þú vinnur í námskeiðinu nákvæmlega þegar passar þér, hvar sem er og hvenær sem er, á þeim tíma sem námskeiðið stendur yfir. Ef þú ert í áskrift hefur þú aðgengi að öllu efni eins lengi og þú ert í áskrift.

Hvað viðskiptavinir & þátttakendur námskeiða segja

Mæli 100% með! Kunni smá en vantaði meiri leiðsögn og hvatningu. Skerpti mjög á grunntækninni hjá mér og mjög þægilegt að vera leidd í gegnum það skref fyrir skref hvernig á að prjóna húfu og peysu. Frábært!"

SIGRÍÐUR, IS

bottom of page