top of page
IMG_7451_edited.jpg

Velkomin/n!

 

 

Hér lærum við að prjóna, sauma og föndra saman hin ýmsu verkefni, í skemmtilegum net námskeiðum hjá Tinnu Laufdal stofnanda Tiny Viking. Hún er menntaður textíl kennari og fatahönnuður. Hefur prjónað, saumað og gert allskonar handavinnu  frá því að hún var ung og hefur margra ára reynslu af textíl kennslu.

 

Þegar þú skráir þig á námskeið færð þú aðgang að handavinnusamfélagi okkar á netinu, Tiny Viking samfélagið, þar sem við getum hvatt hvort annað áfram, leitað aðstoðar, deilt hugmyndum og auðvitað sýnt fínu verkefnin okkar ♡

 

Inn á milli fær Tinna dellu í að skapa einhverja hluti sem eru þá einnig til sölu hér inni :)

 

“Ég trúi því að með því að styðjast við gamlar handavinnuhefðir, reyna að nota eins náttúruleg efni og við getum og hugsa vel um hlutina okkar að þá sköpum við betri heim með hlutum sem að við getum deilt á milli kynslóða.” 

- Tinna Laufdal

 

 

Ég er svo þakklát fyrir ykkur, vegna ykkar er Tiny Viking orðið það sem það er í dag! Takk fyrir ♡

 

Skemmtileg staðreynd:

 

Nafnið Tiny Viking er mér mjög kært. Það var ekki valið út í bláinn heldur er það samansett af nöfnum fjölskyldumeðlima í litlu fjölskyldunni okkar.

Ég Tinna, hef alltaf verið kölluð Tiny af bræðrum mínum og Viking eru þrír fyrstu stafirnir í nöfnunum á Viktoríu okkar og Inga (eiginmanni mínum). Saman erum við Tiny Viking.

 

Nafnið Tiny Viking passaði síðan svo fallega sem nafn á Íslenskri barnavöruverslun (eins og við byrjuðum en hefur þróast með árunum)

Umfjöllun

1200px-Morgunblaðið_Logo.svg.png
75303385_2463911287230480_43864602269376
123235636_365343921239573_37931811633021
bottom of page