Skilmálar og skilyrði

 

Verð:

Frítt sendingargjald ef verslað er yfir 5.000 kr. Sendum frá Danmörk um allan heim með pósti. Til annara Evrópulanda er sendingarkostnaður allt að kr. 4.000 kr. Við áskiljum okkur fullan rétt vegna fyrirvaralausra verðbreytinga. Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti.

 

Upplýsingar um seljanda:

Tiny Viking ehf. Kt: 441104-3160. VSK númer 128146. Hlégerði 31, 200 Kópavogur. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og sölu á barnavörum í gegnum netsölu.

Greitt á netinu:

Hægt er að greiða með Visa, Mastercard, American Express og PayPal. Greiðslan er hröð og örugg í gegnum Braintree. 

 

Afhending:

Frítt sendingargjald ef verslað er yfir 5.000 kr. Sendum um allan heim með pósti. Pakkar undir 2 kg. að þyngd í venjulegri stærð eru sendir í A pósti.

Tími frá pöntun til afhendingar er venjulega 4-7 virkir dagar.

Kaupandi fær skilaboð í tölvupósti þegar við afgreiðum vöruna frá okkur.

Útsölur og vöruskil:

Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

 

Vöruskil:

Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá pöntun. Kaupandi getur afturkallað pöntun sér að kostnaðarlausu ef tafir verða á afgreiðslu. Ef varan uppfyllir ekki væntingar kaupanda varðandi gæði eða lit getur kaupandi skilað vörunni innan 14 daga, varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Við endurgreiðum vöruna innan 10 daga frá því að við fáum hana í hendur. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið contact@tinyviking.net áður en vöru er skilað.

Við vöruskil fær viðskiptavinur inneignakóða að verðmæti skilavöru, sem slegið er inn við næstu kaup í netverslun.

 

Kvartanir:

Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.

 

Aðrar spurningar:

Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband.

Sendu tölvupóst á contact@tinyviking.net eða hafðu samband í síma (+45) 40 60 90 79 á milli kl. 10-18 virka daga.