top of page
Search

Net prjónanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna



Mig langar að segja þér frá net prjónanámskeiðunum sem ég býð upp á því þau eru svo mikil snilld! 😃 (hef ég fengið það staðfest og yfir 200 umsagnir frá þátttakendum)


Þegar námskeiðin eru tekin upp, sit ég undir upptökuvélinni og er að prjóna allt stykkið með þér og útskýri hvað við erum að gera og afhverju og kem með tips og trix.

Þú ýtir á play, pásu, spólar til baka eins og þarf og lærir á þínum hraða, nákvæmlega þegar passar þér og allt heiman frá þér eða þar sem þú ert.


Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í prjóni eða hefur meiri reynslu en t.d. langar að læra að prjóna sokka eða peysu ofan frá og niður getur þú lært það. Endilega kíktu á úrvalið af námskeiðum hér.


EN..


Næsta byrjenda námskeið hefst núna 3. maí! 😃

Þó þú ert með reynslu í prjóni en hefur t.d. ekki prjónað peysu ofan frá og niður, er þetta námskeið tilvalið fyrir þig.



Á námskeiðinu lærir þú:

  • Grunnaðferðir í prjóni

  • Að lesa úr uppskrift

  • Prjóna húfu

  • Prjóna peysu

(ef þú kannt að prjóna hoppar þú bara beint í verkefnin)


Þú færð þessar uppskriftir:

  • Húfa: stærð frá nýfæddu upp í fullorðins

  • Peysa: Barna og fullorðins

Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur og við hittumst 1x í viku á Zoom. Þar tökum við stöðuna hvar hver og einn er staddur og ef manni vantar aðstoð fær maður hana.


Þegar þú kemur á námskeið færðu aðgengi inn í Tiny Viking samfélagið þar sem þau sem hafa verið á námskeiði hjá mér eru. Þar hjálpumst við að, sýnum hvað við erum að gera og svo hittumst við annars lagið og prjónum saman á netinu.


Þetta er það sem við prjónum á byrjenda námskeiðinu, peysa og húfa:


Þannig að:


♡ Þú lærir hvar og hvenær sem passar þér best

♡ 40+ stutt myndskeið með skýrum leiðbeiningum. Horfir á þau í gegnum netið

♡ Aðgengi að handavinnu samfélagi

♡ Þú lærir með hjálp textíl kennara



Ef þú þekkir einhvern sem myndi langa að læra að prjóna eða myndi langa að læra meira, þætti mér ótrúlega vænt um ef þú myndir deila þessu með þeim 😃 💕


Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi námskeiðin þá ekki hika við að hafa samband!


Vona að ég fái að prjóna með þér!


Með bros á vör,

Tinna Laufdal 💕


bottom of page