top of page

19. öld til 1910

Nútíminn gerir vart við sig þar sem iðnbyltingin hefst undir lok 18. aldar.

Englendingurinn William Lee fann upp prjónavélina 1589 og Frakkinn Brunel hringprjónavélina árið 1816.

Fólk fluttist úr sveit í borg og menning og listir blómstruðu.

Isaac Merrit Singer fékk einkaleyfi. Saumavélin var stórkostleg uppfinning og hafði afgerandi áhrif á fjöldaframleiðslu á fatnaði. Auk þess gaf saumavélin borgarkonum mikla atvinnu-möguleika.

Charles Frederick Worth setti á stofn fyrsta tískuhúsið 1858.

Heimssýningin í París 1889 – Eiffelturninn byggður í Júgendstíl.

Untitled design (15).png

Fatnaður kvenna

Fatnaður var einskonar afbrigði af nýklassíkinni.

Pilsin á kjólum víðari, styttri, stífari og faldurinn hringlaga. Mittið færist niður og mjókkar með hertum lífstykkjum. Ermar belglaga – síðar enn mikilfenglegri með ermaísetningu út á axlir, peruformað.

1880 kemur bakpúðinn aftur, nú með hreyfanlegri stálgrind eins og sjá má á mynd til vinstri.

Fatnaður karla

Fleiri litir í karlmannsfatnaði.
Árið 1850 verður jakkinn styttri og löfin hverfa.
Röndóttar eða köflóttar buxur. Buxnaklauf, innfelldir vasar, undirfatnaður með teygju. Kúlu- og stráhattar voru inn. Englendingar voru leiðandi í tískunni. Með öflugri samgöngum, tímaritum og auglýsingum var nú auðveldara að fá fólk til að kaupa vörur, minni stéttskipting í fatnaði.

Screenshot 2025-02-28 at 16.16.23.png
Untitled design (13).png

Byggingar

Endurreisnar- eða nýklassíski stíllinn setti svip sinn á opinberar byggingar og söfn en sjá má slíka byggingu á vinstri mynd.

Nýbarokk-stíllinn setti svip
sinn á ýmsar stofnanir, það er þá myndin til hægri.

Húsgögn

Arts & Crafts (1850-1914) voru miklir umhverfisverndarsinnar og vildu endurvekja handverkið og auka gæðin.

Michael Thonet nýtti sér framleiðsluaðferðir iðnaðarins. Hans hönnun einkenndist af nýstárlegum og einföldum formum. Hann hannaði t.d. Thonetstóllinn (1859). Hann má sjá á mynd til hægri.

William Morris var andstæðingur fjöldaframleiðslu og leitaði fyrirmynda frá miðöldum þegar list og handverk voru enn nátengd. Hans hönnun má sjá á mynd til vinstri.

Untitled design (16).png
Untitled design (17).png

Munstur

Fyrirtæki William Morris framleiddi handunna
hluti s.s. húsgögn, þrykkt efni
og handofin teppi og notaði til
þess jurtalitun. Hér til hliðar má sjá dæmi um mynstur frá þessum tíma.

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Mér finnst æðislegt að sjá vörurnar frá Tiny Viking í notkun og þína útgáfu af uppskriftunum mínum ♡ Endilega merktu #tinyviking @tiny_viking_ við myndina þína

  • Facebook
  • Instagram

VERUM Í SAMBANDI

Skráðu þig á póstlistann

Tiny_Viking_Logos-2-black.png

© 2017-2025, Tiny Viking, All Rights Reserved

bottom of page