About
Hefur þig langað að læra að prjóna eða sauma (eða byrja aftur), þá er tækifærið núna. Fyrir ró, fókus og gleði ♡ 15 daga áskorunin er ekki bara prjóna- eða saumanámskeið heldur tækifæri til að finna ró í hversdagsleikanum, skapa eitthvað með höndunum og njóta ferilsins, ekki bara útkomunnar. Hvað gerist á 15 dögum? Þú færð einfaldar og hvetjandi leiðbeiningar í 15 daga. Eitt verkefni í einu, eitt skref í einu. Hvort sem draumurinn er að fara prjóna eða sauma. Hvort sem þú ætlar að byrja prjóna eða sauma þá byrjum við þar sem þú ert, hvort sem þú hefur aldrei haldið á prjónum né saumað á saumavél eða ert að byrja aftur eftir árahlé. Þetta snýst ekki um að verða fullkomin. Aðalatriðið er að byrja. Hver dagskrá inniheldur: • Stutt kennslumyndbönd sem sýna þér nákvæmlega hvað þú þarft að gera • Einfalt verkefni sem tekur aðeins nokkrar mínútur á dag • Stuðning frá samfélaginu af fólki sem er rétt eins og þú • Rými til að hægja á sér, anda og skapa Þetta hentar þér ef: • Þú vilt læra að prjóna eða sauma en veist ekki hvar á að byrja • Þú þarft pásu frá skjánum og streitu • Þú vilt finna nýja leið til að slaka á og einbeita þér • Þú hefur áhuga á að búa til eitthvað fallegt með höndunum Þegar þú klárar námskeiðið muntu hafa: • Masterað grunnatriði prjóns/saumaskaps með sjálfstrausti • Lokið fyrsta verkefninu þínu (og verið stolt/ur af því!) • Fundið rólega stund í daglega lífi þínu • Orðið hluti af styðjandi samfélagi handavinnu áhugafólks Byrjaðu þar sem þú ert. Láttu janúar vera upphafið, ekki pressan. Ég er hér til að leiðbeina þér hvert skref á leiðinni.
