About
Á þessu námskeiði læra þátttakendur á saumavél og fara yfir grunnaðferðir í saumaskap og að lokum sauma þeir eigin tösku. Lærðu grunnaðferðir í saumaskap á þínum hraða og nákvæmlega þegar passar þér. Þátttakendur læra að þræða og nota saumavél, fá kynningu á náttúrulegum- og gerviefnum og þú hvött/hvattur til þess að endurnýta efni/flíkur sem þú gætir gefið nýtt líf. Lærum um einfaldar sniðteikningar og hvernig á að klippa efni rétt. Við saumum saman alveg frá því að klippa snið til fullkláraðs stykkis. Kennslumyndbönd sem þú spilar og stöðvar að vild. Við tölum svo saman í lokaða samfélaginu okkar þar sem þú getur fengið aðstoð og hvatningu svo þú sitjir aldrei föst/fastur. Í lok námskeiðs verður þú búin/n að sauma tösku fyrir þig eða þína, jafnvel í jólagjöf, sem þú sjálf/ur saumaðir! MARKMIÐ: Markmið námskeiðsins er að kenna þáttakendum grunnfærni í saumaskap, efnisvali, og notkun saumavéla. FYRIR HVERJA: Fyrir byrjendur og lengra komna með áhuga á handverki og vilja læra að sauma og skapa fallega hluti. KENNARI: Tinna Laufdal stofnandi Tiny Viking. Hún er menntuð í textílkennslu og fatahönnun. Hefur gert allskyns handavinnu frá því að hún var ung og hefur margra ára reynslu af textíl kennslu.
