Wuhu! Tiny Viking á afmæli í dag! 🎉 Mest af öllu langar mig að fagna með YKKUR og gefa til baka eins og ég get! 😃
Í dag er þetta á dagskránni:
Þakklæti!
Hæ elsku vinir! ❤️ Eins og þið sjáið að þá er ég kannski smáá spennt yfir þessum áfanga haha 😃 Ef við höfum ekki hittst áður þá heiti ég Tinna Laufdal og er eigandi Tiny Viking. Ég trúi því varla að litla fyrirtækið mitt sé 6. ára í dag. Að hugsa til baka, allt ferðalagið sem maður hefur farið í gegnum, að efast sjálfan sig, vill einhver þetta?.. og svo alveg upp í skýjunum þegar maður fær að heyra að kennslumyndböndin eru virkilega að hjálpa og oft á tíðum nákvæmlega þeim sem finnst prjónið vefjast fyrir sér og eiga erfitt með að lesa skrifaðar uppskriftir, þá hjálpar sjónræna video kennslan alveg rosalega mikið.
Af allri reynslunni sem ég hef fengið á síðustu árum þá er eitt markmið sem er alveg á tæru að ég ELSKA að kenna handavinnu! Elska að kenna þeim sem LANGAR að læra að búa til sínar eigin flíkur og fylgihluti! Að handavinnu námskeið séu aðgengileg öllum og á þeim tíma sem passar hverjum og einum!
Þegar þau sem eru á námskeiðum hjá mér, sýna mér hvert þau eru komin í verkefninu og eru sjálf frekar hissa. Að sjá svipinn þeirra og stoltið sem þau sjálf fyllast, fyllir mig af svo miklu stolti! ❤️
Hversu þakklát ég er fyrir YKKUR. Hvert einasta like, comment, deilingu, skilaboð, tilsögn, hvert einasta námskeið og keypta uppskrift. Hvatningin ykkar, umhyggjusemi og vinsemd hefur gert mér kleift að geta unnið við það að kenna fleirrum að prjóna og sauma (og vonandi allskonar önnur handavinnunámskeið bráðum).
Takk fyrir að vera þið! ❤️
Saga Tiny Viking!
Ef ég á að fara “hratt” í gegnum sögu Tiny Viking að þá byrjaði hún þegar Viktoría mín fæddist. Vinkonur mínar sáu að ég var að prjóna, hekla, sauma og föndra allskonar fyrir hana og spurðu hvort að ég gæti ekki selt þetta líka.. úr því varð að ég opnaði Tiny Viking. Byrjaði með handgerðar vörur en áttaði mig fljótt á því að það væri ekki séns að anna þeirri eftirspurn og lifa af því. Eitt leiddi af öðru og í Covid sótthví í Þýskalandi, lokuð inn á hótelherbergi í 10 daga sagði ein vinkona mín við mig að henni langaði svo að læra að prjóna og að hana langaði til að prjóna húfu á barnið sitt sem hún átti von á. Ég sagði við hana að ég væri nú reyndar með myndavélina, þrífótinn, garn og alla prjóna svo ég skyldi einfaldlega bara taka upp kennslumyndbönd fyrir hana, sýna henni NÁKVÆMLEGA hvað hún ætti að gera. Ég prjónaði barna húfu fyrir hana undir myndavélinni fá A-Ö og VÁ! það virkaði að kenna með myndböndunum!!
Í dag er ég búin að kenna yfir 400 manns að prjóna á netinu! 🙏
Á meðan ég sit hér svo spennt yfir þessum áfanga, þá er ég SVO spennt yfir næstu verkefnum!
Við verðum til dæmis í Tívolíinu í Copenhagen þann 17. júní að fagna þjóðhátíðardeginum okkar og kynna Tiny Viking!
Í samstarfi við Verðandi endurnýtingarmiðstöð munum við selja sauma “kit” á bæjarhátíðinni þeirra á Hofsósi dagana 23.-25. júní!
Í haust eru allskonar viðburðir á dagskrá svo stay tuned!
Er svo spennt yfir framhaldinu, þið gefið mér hvatninguna að halda áfram.
Hjartanlegar þakkir frá mér til þín fyrir að vera með mér á þessu ferðalagi og ég vona að þú haldir því áfram.
Með bros á vör,
Tinna Laufdal ❤️
Comments