top of page
Search

Nýjar fréttir!

Undanfarið er ég búin að vera vinna í svo ótrúlega spennandi verkefni sem varð til út frá ykkar athugasemdum, óskum, ábendingum og flr. sem vonandi mun nýtast ykkur!

Takk fyrir að vera þið!


Eftir ca. 2 vikur eða þann 24. nóvember mun ég opna fyrir uppfærðari útgáfu af Tiny Viking heimasíðunni! Heimasíðan er hugsuð alfarið með ykkur í huga!


Það mun vera hægt að vera í áskrift af síðunni!

Það þýðir að þú færð:

  • aðgang að ÖLLUM net-námskeiðum sem eru þar inni

  • aðgang að ÖLLUM skrifuðum uppskriftum

  • og ég er alltaf að bæta við

  • Á innra svæði er dagatal með hvenær ég er “live”. Þar getur þú fengið hjálp eða við einfaldlega gert handavinnu saman.


(Hér er smá sneak peek inn í síðu hvernig hún mun líta út)Héðan í frá verðum við öll sem höfum verið og verðum saman á net-námskeiði í einu geggjuðu Facebook samfélagi. Þar munum við geta hjálpast að, deilt hugmyndum, hvatt hvort annað áfram montað okkur aðeins og flr. 😃


Sameiginlega markmið og áhugamál okkar er jú prjónaskapur en það mun einnig vera saumaverkefni, föndur og bara allskonar! - Við ætlum að halda áfram að skapa!


Ég vona innilega að við sjáumst í Tiny Viking samfélaginu 💕


Knús, Tinna 💕

Comments


bottom of page